Ég hef oft verið spurður að því hvernig setja eigi WooCommerce upp á íslensku, það er því ekki seinna vænna en að skrifa smá leiðbeiningar um hvernig það er gert.
Þar sem íslenska þýðingin á WooCommerce er ekki fullkláruð, fylgir hún ekki með í pakkanum þegar þú sækir og setur upp WooCommerce. Þangað til verða notendur að setja þýðinguna handvirkt upp.
Athugaðu að þessar leiðbeiningar miðast við að WordPress sé nú þegar uppsett á íslensku.
1. Sækja woocommerce_is_IS.mo
Við höldum okkur á þessari sömu síðu. Nú þarftu að breyta seinni fellivalmyndinni, úr því sem nú stendur “Portable Object Message Catalog (.po/.pot)” yfir í “Machine Object Message Catalog (.mo)”:

Smelltu á “Export“.
Líklega vistast hún sem wp-plugins-woocommerce-stable-is.mo, þú þarft að breyta nafninu á skránni í woocommerce-is_IS.mo
2. Afrita þýðingarskrá inn á vefinn þinn
Áður en lengra er haldið þurfum við að vera viss um að við séum með woocommerce-is_IS.mo
Til þess að koma henni inn á réttan stað á vefnum þínum verður þú að hafa FTP aðgang að vefnum (SFTP, SSH eða álíka er betra upp á öryggi).
Ef þú ert í vafa, þá er best að setja sig í samband við hýsingaraðilann og fá leiðbeiningar frá viðkomandi.
Þessi skrá þarf að rata í eftirfarandi möppu á vefnum þínum: /wp-content/languages/plugins. Ef wp-content/languages/plugins er ekki til, þá þarftu að búa hana til.
Því næst er skráin afrituð inn í möppuna.
Ef allt gekk að óskum ætti WooCommerce að vera núna uppsett á íslensku, bæði bakendinn og vefhlutinn.
Athugaðu þegar þessi færsla er rituð, þá er þýðingin er ekki fullkláruð. Því eru miklar líkur á að einhverjar setningar eða orð birtist á ensku. Ef svo er, þá er um að gera að koma með tillögur á þýðingu, annað hvort hér (þú þarft að stofna notanda áður en það er gert) eða með því að kíkja við í íslensku WordPress grúppuna á Facebook